Ferðaþjónusta.

Mig langar aðeins að blanda mér í umræðuna um ferðaþ fatlaðra. Eg hef verið í ferðaþ fatlaðra í rúm 20 ár,  sem ökumaður,bæði með eigin leigubíl og hjá ferðaþ í Rvík og Kópavogi,  hjálparliði í ferðum innanlands og erlendis á vegum Sjálfsbjargar Eg hef einnig eignast mikið af góðum vinum á þessum árum. Hjólastólar eru mjög mismunandi, en flestir hjólastólar sem við erum að flytja eru ekki útbúnir til flutninga í bílum hvað þá að vera að aka með þá í snjó og hálku.Og stólar frá stofnunum eins og Landsspítala, Grensásd og fleirum eru alveg til skammar, hvergi gert ráð fyrir að festa þá, skítugir og illa við haldið.Eg skil heldur ekki afhverju það eru ekki öryggisbelti í öllum hjólastólum,veit að beltin halda ekki í árekstri inni í ferðaþ bílum en við þurfum líka að aka fólkinu inn og út úr húsum, verslunum,læknastofum og fleira þar koma þessi belti  að notum.Í lang flestum ferðaþ. bílum sem eg þekki til er hægt að festa stólana í þar til gerðar festingar og jafnframt að setjs öryggisbelti á viðkomandi sem festist gólf í gólf.Þetta hefur virkað vel hingað til. En allt í einu datt einhverju gáfumenni úr háskóla vafalaust að skrásetja allt fólkið á höfuðborgarsvæðinu inn í tölvu og láta tölvuna svo æla skránum útúr sér í bíla hjá bílstjórum sem að varla þekktu munin á ófötluðu og fötluðu fólki.Ráku alla sem að höfðu þekkingu og settu upp þjónustuver með óreyndu fólki. Og auðvita fór allt í tóma vitleysu, þarf ekki að tíunda það hér. Eg vil huga betur að hjólastólunum, það hljóta að vera til betur útbúnir hjólastólar.Einn vinur minn sagðist bara mega eiga 2 hjólastóla en hann er í fullri vinnu alla daga. Er ekki rétt að vera með sér hjólastól til flutninga, annan stól heima og þriðja stólinn í vinnunni.Og þá einnig til umhugsunar er til einhver reglugerð um útbúnað hjólastóla eins og er til um útbúnað í ferðaþ.bílum.    


Höfundur

Ómar Geir Bragason
Ómar Geir Bragason
55 ára gamall leigubílstjóri sem hefur einnig starfað sem bílstjóri hjá ferðaþ fatlaðra í rúm 25 ár.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 30

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband